Aðalfundur SVG 28/12-2022

Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur , SVG ,  28 desember 2022.

Síðastliðin tvö ár féllu fundarhöld niður vegna Covit-19 , nú í ótíð og ófærð mættu til fundar 40 félagsmenn í Sjómannastofuna Vör í Grindavík.

Formaður SVG Einar Hannes Harðarson setti fundinn , fundarstjóri kjörinn Óskar Sævarsson.

Skýrsla stjórnar ; Einar Hannes formaður fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári.

Öryggismál voru í brennidepli , félagsmenn voru ámyntir um árvekni og varúð,  aldrei má slaka á í þeim efnum. Samhugur SVG er með aðstandendum félagsmans SVG sem fell útbyrðis á línuskipinu Sighvati GK -57 í desember byrjun.

Fest voru kaup á nýju glæsilegu orlofshúsi í landi Miðengis í Grímsnesi.

SVG varði launarétt sinna félagsmanna með góðum árangri í fjölmörgum málum gagnvart útgerðinni og skifti þar tugum milljóna í málum sem voru til lykta leidd.

Ársreikningar; Kári M Ölversson Gjaldkeri SVG fór yfir reikninga félagsins , sem sína góða afkomu og voru þeir samþykktir einróma.

Undir liðnum önnur mál , var Einar formaður í forsvari  um kjarmál sjómanna

m.a kom fram , að fjölmargir fundir hafa átt sér stað milli SVG og SFS frá 2019 þegar að samningur rann út.

Helstu punktar eru ; almennt er ekki hægt að segja að það þokist nær samningum.

                                     Haldið hefur verið til streitu einföldum kröfum sjómanna , launaliðir hækki og   

                                     Hækkun á lífeyrisgreiðslum.

                                     Nálgun SFS hefur verið að grundvöllur samninga muni byggjast á þáttöku sjómanna

                                     m.a í auðlindagjaldi útgerðar.

                                     Stefnt er að könnun meðal sjómanna um hug þeirra til m.a aðgerða í deilunni.

                                     Útgerðin er með hugann til hægri og vinstri þess utan og vill hræra m.a í

                                     Skiftaprósentunni.

     Ályktun : Aðalfundur SVG haldinn 28/12 2022.

,,Félagsmenn S.V.G  hvetja samninganefndir sjómanna í yfirstandandi kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi , að hvika hvergi frá kröfu okkar um sömu réttindi til lífeyris og aðrir landsmenn njóta”

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00