Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur þann 28. Desember 2019.
Fundurinn var haldinn samkvæmt venju í húsnæði félagsins í Sjómannastofunni Vör við Hafnargötu.
Einar Hannes Harðarsson formaður SVG setti fundinn og fundarstjóri var kosinn Óskar Sævarsson.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf , formaður fór yfir skýrslu stjórnar þar kom m.a fram þær framkvæmdir sem áttu sér stað í bústöðum félagsins svo og viðhaldsverkefni á sjómannastofunni Vör.
Vinna stjórnar við undirbúning komandi kjaraviðræðna , verðmyndunarmál , fiskverð og rétt laun úr aflaverðmæti svo eitthvað sé nefnt, einnig var komið inná styrki sem félagið veitti á árinu til björgunarsveitarinnar Þorbjörns um er að ræða fjármögnun í samstarfi við útgerðir um kaup á nýjum harðbotna björgunarbáti.
Kári M Ölversson gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikning , kom þar fram m.a að talsverð aukning er á félagsgjöldum og er skýringin fjölgun félagsmanna.Reikningar samþykktir samhljóða.
Orðalagsbreyting á Aðalfundarsamþyktum félagsins var samþykkkt sem er á þá leið að formaður og gjaldkeri félagsins fá áheyrnar og málfrelsisrétt á fundum styrktar og sjúkrasjóðs og er tilgangurinn að auka yfirsýn og gegnsæi við afgreiðslu mála.
Undir liðnum önnur mál tók formaður til máls og kynnti sameiginlegar ályktanir aðalfunda SVG og Sjómannafélags Íslands,( þær munu birtast sem sér frétt á síðunni) voru þær samþykktar með lófataki.
Einar fór einnig yfir okkar helstu kröfur í komandi kjarviðræðum við SFS , kom skýrt fram að ekki verður boðið uppá hlaðborð af málum sem litlu skifta , lögð verður áhersla á fiskverð og okkar hlut úr aflaskipta kerfi sem ákvarða laun sjómanna og nauðsynlegar lagfæringar á lífeyrissjóðsmálum.
Síðastur tók til máls góður gestur fundarinns, Jón Pétursson aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.
Jóni var boðið sérstaklega á fundinn til þess að fara yfir mál sem Miðflokksmenn hafa tekið upp á Alþingi sem er á þá leið að skoða og fara yfir rétt sjómanna til töku sjómannlífeyris 60. ára.
(Erindi Jóns var á glærum sem settar verða upp á síðunni í heild sinni ).
- Erindið hófst svona : Til mín leitaði maður (vinnufélagi til 25 ára)
- Hann sagði mér frá því hvað hann fengi útborgað úr lífeyrissjóði.
- Ég benti honum á að hann ætti rétt á greiðslum frá TR.(sjómannalífeyri)
- Hann hefur samband við TR og þeir segja að hann gæti átt rétt á sjómannalífeyri frá 60 ára aldri að uppfylltum skilyrðum, jafnframt þurfti hann að leggja fram gögn.
- Þá hófst baráttan
Var gerður góður rómur að erindinu og mun verða framhald á samstarfi og upplýsingagjöf til félagsmanna og sjómanna allra um þessi mál .
Formaður SVG Einar Hannes Harðarson sleit fundi og bauð félagsmönnum sem voru um 70 talsins að njóta góðra veitinga að fundi loknum.
Fundarstjóri , Óskar Sævarsson