Aðalfundur SVG var haldinn skv. venju í húsnæði félagsins í Sjómannastofunni Vör við Hafnargötu.
Einar Hannes Harðarson formaður SVG setti fundinn og fundarstjóri var kosinn Óskar Sævarsson.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf skv auglýstri dagskrá.
í ljósi aðstæðna , Covit-19 , voru viðstaddir einungis 8 félagsmenn, því ljóst frá upphafi fundar að ekki væri grundvöllur til þess að fjalla um t.d lagabreytingar eða önnur mál sem varða félagið.
Ársreikningar félagsins voru samþykktir samhljóða, einnig var sitjandi stjórn samþykkt þar sem ekkert mótframboð hafði borist til stjórnarkjörs.
Ekki urðu breytingar í nefndum og ráðum.
Stjórn SVG.