Aðalfundur sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur var haldinn þriðjudaginn 28/12/2010 á fundinn mættu á sjöttatug félagsmanna auk gesta sem voru Sævar Gunnarsson formaður SSÍ Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs, Davíð Rúdólfsson forstöðumaður eignastýringu Gildi lífeyrissjóðs og Lögmenn okkar þeir Jónas Haralds og Jónas þór Jónasson. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs, fór yfir stöðu lífeyrissjóðanna og framtíðarsýn. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum.Sævar Gunnarsson fór yfir komandi kjaraviðræður við LÍÚ og svaraði spurningum,og lögmenn okkar kynntu ýmsa dóma sem gengið haf í gegnum árin.Í liðnum Önnur mál var tekin sú afstaða að selja sumarhús okkar í Húsafelli og að kaupa hús nær Grindavík.