Árið 1601 var bóndinn á Járngerðarstöðum í Grindavík,Jón Teitsson að bræða skiptjöru á dögunum.Kynti hann eld undir tjörukeri.Svo slysalega tókst til,að eldurinn komst í tjöruna og læsti sig í föt bóndans, svo að hann logaði allur.Hlaut hann við þetta svo mikil brunasár,að hann lifði ekki nema tvær nætur.