Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum milli skyldra aðila. Verð á slægðum og óslægðum þorski hækkar um 9%, verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkar um 10% og verð á karfa hækkar um 5%. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2010.