Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hélt sitt árlega jólaball fyrir börn félagsmanna og velunnara félagsins á Sjómannastofunni Vör milli jóla og nýárs. Fjöldi barna og fullorðinna skemmtu sér konunglega enda komu þeir Stekkjastaur, Hurðaskellir og Kertasníkir í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð syngjandi og trallandi eins og þeirra er siður.
