Loksins mælist sterkur þorskárgangur

Heildarvísitala þorsks mældist nú svipuð og í fyrra, sem eru hæstu gildi frá árinu 1996, en eru þó ekki marktækt hærri en mældust árin 1998 og 2004. Að hluta til má rekja aukningu í vísitölu nú til lækkunar á veiðidánartölu á undanförnum árum vegna veiðisamdráttar, segir í frétt Hafró um haustrallið.

Lengdardreifing þorsks í ár samanborið við meðaltal áranna 1985-2009 sýnir að meira er af þorski stærri en 70 cm og staðfestir það mælinguna frá árinu 2008, en þá hafði aldrei fengist meira af stórum þorski.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00