„Við höfum lengi bent á að það er algjörlega óásættanlegt að ESB skuli ekki fylgjast með löndun á úthafskarfa úr þeim skipum sem stunda veiðar á Reykjaneshrygg.
Það er ótækt að það skuli hvorki verið talið eða vigtað upp úr þeim skipum sem landa úthafskarfa á Spáni og í Portúgal.
Það hefur enginn vilji eða geta verið hjá ESB til að taka á málinu og þessi afstaða sýnir að það hefur ekkert breyst. Það þarf ekki einu sinni hátíðis- og tyllidaga til að fyrirsvarsmenn ESB tali fjálglega um ábyrgar fiskveiðar. Þetta er enn eitt dæmið um hversu innihaldslaust snakk þetta er,“ segir Friðrik.