HB Grandi hf. og Brim hf. eru, líkt og í fyrra, með hæst hlutfall af úthlutuðu aflamarki á skipum sem eru í þeirra rekstri. Ítarlegar upplýsingar um úthlutun aflamarks eftir skipum, fyrirtækjum, heimahöfn, útgerðarflokkum og fleira er að finna á vef Fiskistofu. Jafnframt er þarna að finna upplýsingar eftir skipum um sérstaka úthlutun til 52 skipa sem fá úthlutað aflamarki í þorski, ýsu, ufsa og steinbít vegna skerðingar í leyfilegum heildarafla í hörpudisk og innfjarðarækju, sbr. reglugerð nr. 675/2009 um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta.