Í ályktun ársfundur ASÍ 2008 kemur fram að sækja eigi um aðild að ESB og upptöku evru, láta eigi á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og síðan leggja hann fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Í framhaldi af þessu hefur Atvinnumálanefnd ASÍ fengið það verkefni að koma með tillögur að samningsmarkmiðum út frá sjónarhóli launafólks á sviði sjávarútvegs- landbúnaðar- og byggðamála.
Til að undirbúa þessa vinnu hefur nefndin ákveðið að standa fyrir fundum um hvern þessara málaflokka. Fengnir verða sérfræðingar og fulltrúar hagsmunasamtaka til að reifa með okkur álitamál, kosti aðildar, galla og eðlileg samningsmarkmið.
Fyrsti fundurinn er um sjávarútvegsmál og verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 13:00-16:00 að Sætúni 1 fjórðu hæð. Annar fundurinn er um landbúnaðarmál og verður haldinn viku síðar (29. janúar á sama tíma og stað). Þriðji og síðasti fundurinn er um byggðamál og verður haldinn 5. febrúar á sama tíma og stað og hinir fundirnir.
Forystumenn aðildarsamtaka ASÍ eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Dagskrá fyrsta fundar, drög
Viðfangsefni: Evrópusambandsaðild og sjávarútvegur
Stuttar framsögur:
· Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA náms Háskólanum í Reykjavík
· Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU
· NN, Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins
Fyrirspurnir til framsögumanna og umræður
Fyrir hönd atvinnumálanefndar,
Stefán Úlfarsson
Alþýðusambandi Íslands
Sætúni 1
105 Reykjavík
sími: 535 5600