Norðmenn krefjast banns við brottkasti ESB skipa

Norðmenn vilja binda enda á allt brottkast afla sem veiddur er innan norskrar lögsögu. Fiskiskip, sem gerð eru út frá Evrópusambandslöndum og veitt hafa við Noreg, hafa sniðgengið bann Norðmanna við brottkasti með því að sigla út úr lögsögunni áður en aflanum er kastað fyrir borð.

Norska landhelgisgæslan náði á sínum tíma myndum af skoskum togara sem kastaði fimm fonnum af þorski og ufsa sem veiddur var innan norskrar lögsögu í sjóinn um leið og út úr henni var komið. Þetta brot fyllti mælinn hjá Norðmönnum sem krefjast þess að reglur ESB um brottkast verði endurskoðaðar.

Paul Oma, sem á sæti í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins, segir þetta hafa  verið forgangsverkefni í tvíhliða viðræðum Norðmanna við fulltrúa ESB fyrir skömmu. Viðræðunum verður fram haldið í lok mánaðarins. Oma segir þetta atriði áfram verða forgangsmál.

Nánar má lesa um þetta mál hér.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00