Olíuverð lækkar enn

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert á heimsmarkaði í morgun. Hefur verðið á svonefndri Brent Norðursjávarolíu lækkað í 54,37 dali tunnan á markaði í Lundúnum og ekki verið lægra frá því í ársbyrjun 2007. Er ástæðan sögð sú að miðlarar búast við minnkandi eftirspurn vegna efnahagssamdráttar.

Í New York var verð á hráolíu, sem afhent verður í desember, 57,90 dalir í morgun og hefur ekki verið lægra frá því í mars á síðasta ári.

N1 hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 4-6 krónur lítrann í gær og vísaði til lækkandi gengis krónunnar að undanförnu. Ekkert annað íslenskt olíufélag hefur enn fetað í þau fótspor.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00