Óhætt að heimila auknar þorskveiðar

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í viðtali í nýjasta tölublaði Fiskifrétta „óhætt að heimila auknar þorskveiðar.“ Í viðtalinu vísar hann til þess að LÍÚ hafi á síðasta ári lagt til að heimilað yrði að veiða 155-160 þúsund tonn af þorski og einnig á yfirstandandi fiskveiðiári. „Sú skoðun okkar hefur ekki breyst.“

Í viðtalinu, sem tekið er í skugga hins alvarlega efnahagsástands, leggur Friðrik höfuðáherslu á þá nauðsyn að útgerðinni sé tryggður aðgangur að að bankaviðskiptum, „okkur sýnist að það hafi verið gert,“ bætir hann við.

Friðrik leggur einnig áherslu á að ná jafnvægi í gengi krónunnar og að lækka vexti umtalsvert. Hann segir útgerðina verða fyrir skakkaföllum eins og alla aðra en undirstrikar að íslenskt samfélag sé öflugt „og við höfum mörg tækifæri til að vinna okkur út úr þessum vanda með nýtingu náttúruauðlinda til lands og sjávar.“

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00