Á árinu 2006 lönduðu skip Þorbjarnar hf. 25.604 tonnum að verðmæti 3.372 milljónir kr. Afli frystitogara var 15.068 tonn og þar af voru 1.676 tonn að verðmæti 96 milljónir í tegundum utan kvóta Hlutfall þorsks var 15% af heildarafla hjá frystitogurunum. Afli línubáta var10.536 tonn og þar af voru 486 tonn að verðmæti 65 milljónir í tegundum utan kvóta. Hlutfall þorsks var 60 % af heildarafla línuskipa. Í töfu hér að neðan má sjá afla og verðmæti hvers skips, upplýsingar um úthaldstíma á árinu ásamt aflatölum og verðmæti áranna 2005 og 2004