Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur 27.12.2023

Aðalfundur félagsins fór fram að þessu sinni í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík.

Fámennt en góðmennt var að þessu sinni , í ljósi aðstæðna vel skiljanlegt um 30 manns sátu góðann fund og nutu góðra veitinga í boði félagsins.

Tvær ályktanir  voru samþykktar:

,, Aðalfundur Sjómanna og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr landssambandi lífeyrissjóða “

,, Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur lýsir yfir mikill óánægju með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi ekki veitt grindvíkingum bjargbrú í þessum hamförum”

Venjuleg dagskrá aðalfundar fór fram með ágætum  , Einar Hannes Harðarson formaður SVG flutti skýrslu stjórnar og fór yfir viðburðaríkt ár í starfi félagsins , Kári M Ölversson Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og voru þeir samþykktir einróma.

Í tali fundarmanna kom fram að nú skuli látið ,,sverfa til stáls” í umræðum og aðgerðum  um kjaramálin.

Fundarstjóri var Óskar Sævarsson.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00