Aðalfundur 27 des.kl. 18:00

Fréttabréf Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur

2.tölublað 11 árgangur Desember 2023.

Kæru félagsmenn !

Í ljósi aðstæðna verður aðalfundur SVG haldinn á Stórhöfða 29 í húsi Fagfélaganna , þann 27 desember kl 18:00.

Enn eru samningar lausir ! Könnun SVG og VM á dögunum er gott veganesti í komandi kjaraviðræður .

Því er mikilvægt að fá sem flesta  á fundinn og ræða málefnin sem brenna á okkur .

                                                                   Fyrir hönd stjórnar SVG , Einar H. Harðarsson.

SVG opnar skrifstofu í húsi fagfélaganna , Stórhöfða 29 í Reykjavík.

Sími félagsins 426-8400 er tengdur og netafangið svg@svg.is er virkt .

Félagsmenn SVG og velunnarar eru velkomnir að kíkja í kaffi og koma erindum á framfæri . Skrifstofan verður opin fyrst um sinn frá 09- 13.

Einar Hannes Harðarsson formaður , sími 777-6220

Kári Ölversson gjaldkeri 898-0327

Óskar Sævarsson starfsmaður , 662-7303.

Orlofsmál.

Í stuttu máli er staðan þessi , í ljósi aðstæðna eru einungis Akureyri og Tenerife í útleigu, Húsafell og Dvergahraun eru í sérstöku úrræði .

SVG er nú með í byggingu tvö ný orlofshús í Landi Miðengis í Grímsnesi og verða þau tilbúin snemma á næsta ári , ef þörf krefur verða þau fyrst um sinn nýtt í húsnæðisvanda Grindvíkinga.

Að öðrum kosti verða þau í leigu fyrir félagsmenn ásamt Dvergahrauni á nýju ári .

Húsafell er í söluferli.

                                              Sjómenn.

Aðalfundur sjómanna -og vélstjórafélags Grindavíkur 2023,

Verður haldinn þann 27 desember kl. 18:00 að Stórhöfða 29 í húsi Fagfélaganna.

Kvöldverður og léttar veitingar verða í boði félagsins að fundi loknum.

Stjórnin býður gamla félagsmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá fundar : 

  1. Fundur settur
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Ársreikningar
  5. Önnur mál

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00