Um smitgát um borð í
fiskiskipum og viðbrögð ef upp kemur grunur um smit um borð.
Einstaklingur sem kemur frá skilgreindu áhættusvæði er ekki heimilt að koma um
borð. Einstaklingur sem sýnir flensueinkenni er ekki heimilt að koma um
borð. Einstaklingi sem hefur umgengist einstaklinga sem eru með Covid-19
er ekki heimilt að koma um borð.
Áður en haldið er úr höfn skal skipstjóri/útgerð ræða við áhöfnina um hvers ber
að gæta við að verjast smiti (handþvottur, notkun handspritts, aukin þrif og
sótthreinsun snertifleta, matsveinn skammti á diska o.s.frv.) Áhöfnin skal
við upphaf veiðiferðar upplýst um viðbragðsáætlun útgerðar ef smit kemur upp um
borð. Fyrstu tvær vikur veiðiferðar skipta höfuðmáli.
Grunur
um smit
Hafið strax samband við Stjórnstöð LHG/112 og Landlæknisembættið/1700. Látið
útgerðarstjórn skipsins einnig vita strax. Skipstjóri skal setja
viðkomandi strax í tímabundna einangrun. Ekki er heimilt að flytja hann á milli
klefa, hann skal vera áfram í sínum klefa með aðgengi að snyrtingu og sturtu sem
öðrum er ekki heimilt að nota á meðan. Skipstjóri ráðfærir sig við
LHG/112 og Landlæknisembættið/1700 og útgerðarstjórn skipsins.
Skipstjóri
ber ábyrgð á öllum aðgerðum og ákvarðanatökum
Skipstjóri skal tilgreina einn úr áhöfn sem hefur leyfi til að umgangast
þann sem er í sóttkví og færa honum mat og aðrar nauðsynjar. Sami
aðili skal sjá um hann allan tímann á meðan hann er í sóttkví. Sá aðili skal
klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði (einnota hanskar, grímur, plastsvuntur). Öðrum
er óheimilt að umgangast hann. Allan búnað sem viðkomandi einstaklingur
þarf á að halda í einangrun skal ekki blanda saman við annan búnað
áhafnar. Matarstell, búnaður og föt skulu þvegin sér og skal sá sem tekur við
því klæðast hlífðarbúnaði (einnota hönskum, grímu og plastsvuntu) og
setja beint í þvott og sótthreinsun.
Áður
en komið er til hafnar
Undirbúið skipið og þann sem er í sóttkví áður en komið er til hafnar
samkvæmt ráðleggingum frá LHG/112 og Landlæknisembættinu. Mikilvægt
er að aðrir úr áhöfn fari ekki frá borði.
Eftir
að sjúklingur er farinn frá borði
Mikilvægt er að sótthreinsa svæði þar sem sá sem var í sóttkví hefur dvalið.
Hafið samráð við Landlæknisembættið um hvernig staðið skal að því. Skip ætti að
geta haldið aftur til veiða ef allir eru hraustir um borð. Slík ákvörðun
skal tekin í samráði við Landlæknisembættið. Einstaklingur sem er í
áhættuhópi t.d. með undirliggjandi sjúkdóm ætti að fara í land áður en skip fer
aftur út.
EINUNGIS
ER UM LEIÐBEININGAR AÐ RÆÐA OG ÞVÍ ER MIKILVÆGT FYRIR SKIPSTJÓRA OG ÚTGERÐ AÐ
FYLGJA FYRIRMÆLUM LANDLÆKNISEMBÆTTIS OG LHG.