Laugardagur:
12:00 Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna. Farið um borð við Eyjabakka. Vinsamlegast mætið tímanlega
14:00 Sjópulsan á ferð um höfnina. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri – Ferð með yngri um höfnina. (Er háð veðri.)
Sunnudagur:
12:30 Sjómannadagsmessa: Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
Ræðumaður: Leifur Guðjónsson
Einsöngur: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ásdís Ester Kristinsdóttir og Kristmundur Óli Jónsson.
Kransaberi verður Tómas Darri Kristmundsson.
Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni.
Að því loknu verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins í Reykjavík mun taka þá í athöfninni.
14:00 Hátíðarhöld við Kvikuna í tilefni Sjómannadagsins. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, flytur ræðu og setur daginn formlega.
14:00-15:00 Víðihlíð: Kirkjukór Grindavíkur flytur nokkur lög ásamt Sigríði Thorlacius og félögum.
15:00 Flekahlaup – koddaslagur – kararóður. Pizzaverðlaun í boði. Skráning á staðnum.
Sjómannadagsráð.