Línuuppbót 2018.
Félagsmenn SVG sem róa á línubátum með beitningavél á útilegu eru hvattir til þess að kanna sinn rétt á línuuppbót sem koma átti til greiðslu þann 15.janúar 2018.
10.Línuuppbót
Ný málsgrein bætist við gr. 2.06:
Skipverji sem er á línubátum með beitningavél á útilegu sem hefur verið 110 til 160 daga á sjó skal fá greidda línuuppbót miðað við fjölda úthaldsdaga á sjó. Hafi skipverji verið fleiri en 160 daga á sjó skal hann njóta fullrar línuuppbótar, en annars hlutfallslega þar sem uppbótin lækkar um 2% hvern fækkaðan dag. Óskert línuuppbót skal vera kr. 50.000 og greiðist fyrir 15. janúar ár hvert miðað við úthald síðastliðins almanaksárs. Skipverji sem hefur tekjur yfir kr. 50.000 á hvern úthaldsdag, á ekki rétt á þessari greiðslu. Hætti skipverji störfum hjá útgerð fyrir lok almanaksárs, skal hann fá línuuppbót greidda við lokauppgjör.
Einar Hannes Harðarson formaður SVG.