Fréttir /Fréttaleysi af samningaviðræðum í kjaradeilu Sjómanna

Látlausar hringingar okkar félagsmanna á skrifstofu félagsins að leita frétta af kjaradeilunni eru vel skiljanlegar , fyrir það fyrsta erum við ekki í þeirri stöðu að geta sett á okkar síðu nýjustu fréttir af samningaborðinu og hitt er það að upplýsingar eru af skornum skammti.

Samfélagsumræðan er ekki með okkur , og áhugaleysi fjölmiðla er algjört , skilningsleysi ríkir á þeim vettvangi.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fylgjast með helstu fjölmiðlum landsins.

Við stöðuna núna er lítið að bæta varðandi fréttir  , fundur verður milli deiluaðila í dag og er þess að vænta að morgundagurinn varpi einhverju ljósi á stöðuna.

Vinnustöðvun er boðuð kl 23:00 að kvöldi fimmtudags og  er ekkert annað í stöðunni núna en að framfylgja þeirri ákörðun okkar og leggja niður störf.

Við skorum á Skipstjórnamenn að taka tillit til áhafnarmeðlima sem eru að fara í vinnusatöðvun kl:11:00 á fimmtudagskvöld   að sú vinna sem fylgir því að ganga frá afla og koma skipi í heimahöfn sé innan ,,eðlilegra marka“.

við munum koma fréttum á framfæri þegar að nær vinnustöðvun dregur.

 

stjórnin

 

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00