Samninganefnd SSÍ skorar á aðildarfélög að hefja strax kosningu um boðun vinnustöðvunar. Atkvæðagreiðslu og talningu atkvæða skal lokið eigi síðar en kl:14:00 þann 17. október 2016.
Kosning um boðun verkfalls mun fara fram hjá okkar félagi núna á næstu dögum , Stjórn SVG tók ákvörðun um rafræna kosningu og mun Advania sjá um það ferli .
Mánudaginn 19. september mun verða klár flipi hér á síðunni , þar er félagmanni beint inná heimasíðu Advania , einnig er hægt að fara beint á þeirra síðu.
Þar finnur félagsmaður sitt félag slær inn sína kennitölu , ef hún er á kjörskránni þá skráir viðkomandi sig inn með Íslykli.
Ef viðkomandi hefur ekki íslykil þá hakar hann í box og fær lykilinn sendann um hæl í heimabankann sinn.
Þegar að innskráningu er lokið birtist kjörseðilinn á skjánnum , viðkomandi kýs og sendir kjörseðilinn til baka.
Stjórn SVG