Fyrir hönd félagsins vil ég byrja á því að hrósa björgunarsveitinni þorbirni fyrir þeirra þátt í frábæru björgunarafreki þegar línubáturinn Gotlieb strandaði við Hópsnes þann 13.maí s.l þegar að fjórir ungir menn björguðust giftusamlega, það er traustvekjandi að að vera með svo öfluga sveit í sinni heimabyggð.
Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur vill árétta við yfirvöld að setja verður meira fjármagn til Landhelgisgæslunar , þyrlusveitin er okkar sjúkrabíll og er það í hrópandi ósamræmi að ekki sé til nægt fjámagn í þennan góða málstað.
Einar Hannes formaður SVG.