Sumarúthlutun orlofshúsa

úti (6)Nú er lokið úthlutun orlofshúsa SVG , mikill fjöldi umsókna barst í allar vikur sumarsins nema þá fyrstu í júní og þá síðustu í ágúst.

Þeir sem fengu úthlutað hafa til 12 maí til þess að greiða sína úthlutun og núna  geta þeir sem ekki fengu úthlutað sótt um það sem laust er á orlofstímabilinu.

Kerfið opnar svo 12 maí og það sem stendur þá ógreitt verður laust til umsóknar og gildir reglan ,,fyrstur kemur fyrstur fær“.

 

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér Orlofsvef  SVG.is  ,   ,,Miðasala“  þar er nú komið Veiðikortið og Golfkortið á mjög góðu verði, einnig mun koma þar inn Útilegukortið og Sund og safnakortið.

Einnig eru þar mjög góð tilboð á hótelmiðum og nú er hægt að far inná ,,Mínar síður“ og prenta út félagsskírteini.

 

 

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00