Lögfræðiþjónusta félagsmanna Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur

Lögmannsstofan Fulltingi  eru lögmenn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og sinnir lögmannsstofan lögfræðilegum verkefnum fyrir félagið og félagsmenn þess.

Félagsmönnum gefst kostur á viðtali við lögmennina, án endurgjalds. Ef til frekari vinnu lögmannanna kemur er félagsmönnum veittur góður afsláttur af lögfræðikostnaði. Félagsmenn geta snúið sér beint til stofunnar telji þeir sig þurfa á þjónustu lögmanna að halda. Lögmennirnir eru með aðsetur að Höfðabakka 9. 7hæð  Reykjavík . Sími – 533-2050. Fax 5332060  netfangið er : fulltingi@fulltingi.is

Þessi þjónusta fyrir félagsmenn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, er ekki einungis vegna launa- og kjaramála sjómanna, heldur á flestum þeim sviðum þar sem lögmanna er þörf á, til dæmis vegna sjóvinnuslysa og umferðarslysa, fasteignagalla, fjölskyldumála, svo fátt eitt sé nefnt.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00