Styrktar og sjúkrasjóður SVG
- okt.2015. Aðalfundur 2018
Styrkir styrktar og sjúkrasjóðs SVG
1.Dánarbætur til dánarbús félagsmanna kr.500.000.- og dánarbætur til maka látinna félagsmanna í des. kr.200.000.-
2. 100 % Endurgreitt gjald félagsmanns vegna Hjartaverndar, Krabbameinsskoðunar og vegna sjúkraþjálfunar hjá löggiltum sjúkraþjálfara , að hámarki 20 tímar ef beiðni fylgir.
3. 75 % af hlut félagsmanns eða 20 tímar á ári hjá Kyropraktor eða nuddara að hámarki 120.000.- á ári. a.t.h ef það eru fleirri en einn tími á reikningi þá verður óskað eftir sundurliðun.
4. 75 % Styrkur vegna stoðtækjakaupa t.d hjólastóll, spelkur, handfatli o.f.l að hámarki 150.000- á 3.ára fresti.
5. 75 % af hlut félagsmanns við greiðslu til sérfræðings, segulómskoðunar,rötngenmyndatöku og smá aðgerða (þó ekki hjá tannlæknum)að hámarki 70.000.- á ári. Ekki eru greidd komugjöld og afgreiðslugjöld til heimilislæknis, heilsugæslu eða komugjald á bráðamóttöku.
6. Styrkur vegna tæknifrjógvunar 1x að hámarki 150.000.- eða 75 % af reikningi.
7. Meðferðarstykur einu sinni . Dagpeningar allt að 42.dagar ef viðkomandi klárar meðferðina.
8. . 75% Styrkur vegna reykinganámskeiðs , dáleiðslu eða nálarstungumeðferð einu sinni , að hámarki 150.000.-
9. 75 % Styrkur vegna laseraðgerðar eða augnasteinaskifti að hámarki 250.000.-. Þáttaka í kostnaði vegna kaupa á gleraugna glerjum og varanlegum linsum 100% 1.sinni á 2.ára fresti , að hámarki 70.000.-
10. Endurgreitt 75 % af nafngreindu korti/samningi heilsuræktarstöðvar , sund og annara félagsgjalda vegna tómstunda (golf,hestamennska, veiði o.f.l) að hámarki 60.000.- samningar verða að fylgja.
11. Endurgreitt 75 % af kostnaði vegna sálfræðings eða geðlæknis að hámarki 150.000.- á ári.
12. 75 % styrkur vegna kaupa á heyrnartækjum að hámarki 200.000.- á 5. ára fresti.
13. Styrkur vegna andláts maka eða barna vegna vinnutaps, dagpeningar að hámarki 4. vikur.
14. Dánarbætur félaga sem hættir eru störfum vegna örorku eða aldurs og greiða ekki til félagsins : fullur réttur í 5.ár 500.000.- og eftir það 250.000.- í ótakmarkaðan tíma.
15. Endurgreitt 75 % af reikningi vegna fótaaðgerða/snyrting 2. sinnum á ári að hámarki 15.000 hjá Fótaaðgerðarsérfræðingi.
16. Endurgreitt einu sinni 150.000.- vegna dvalar á heilsuhóteli.
Styrkir eru háðir þeim skilyrðum að viðkomandi sé virkur félagi og hafi greitt í félagið síðastliðið 1. ár og sé ekki í skuld við félagið.
Iðgjöld þurfa að vera samfleitt í 6 mánuði í styrktar og sjúkrasjóð
Félagsmaður telst styrkhæfur eftir 6. mánaða iðgjaldagreiðslur, athugið að réttur flyst milli félaga , að öðru leyti gildir 1.árs reglan.
Reikningar sem eru eldri en 12.mánaða gamlir verða ekki greiddir.
Með umsóknum sjúkradagpeninga þarf að skila vottorði til félagsins , staðfestingu á síðasta launadegi og upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar.
Reikningar sem berast til félagsins eru einugis gildir þegar að réttur hefur myndast hjá félagsmanni.A.t.h erlendir reikningar skulu vera á ensku.
Ef félagsmaður er að fá greiðslur frá öðrum aðila þá á sá félagsmaður ekki rétt á sjúkra/dagpeningum.
Félagsmaður skal skila löglegum reikningi með nafni sínu og kennitölu frá viðurkenndum þjónustuaðila , með löglegum reikningi er átt við að viðskiptin þurfa að vera við aðila sem selja þessa þjónustu og gefa út reikninga sem uppfylla öll skilyrði opinberra aðila.
Samþykkt á aðalfundi S.V.G 29 desember 2015.aðalfundi 2018.