28. þing Sjómannasambands Íslandsítrekar enn og aftur mótmæli sín varðandi aðför stjórnvalda að sjómönnum með afnámi sjómannaafsláttarins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að kjör sjómanna skerðist ekki þó ákvörðun sé tekin um það á hinum pólitíska vettvangi að kostnaður af sjómannaafslættinum sé færður frá ríki til útgerðanna. 28. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld dragi skerðinguna nú þegar til baka og noti hluta veiðigjaldanna sem innheimt eru af útgerðinni til að fjármagna kostnaðinn.
28. þing Sjómannasambands Íslands vísar á bugkröfu LÍÚ um verulega lækkun launa vegna veiðigjalda og annars rekstrarkostnaðar. Þingið harmar hótanir um verkbann á sjómenn til að knýja á um að þeir taki þátt í sköttum á útgerðina. Veiðigjöldin eru skattur á útgerðina sem stjórnvöld kjósa að leggja á hagnað hennar.
28. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að Alþingi Íslendinga sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Eins og reglurnar eru í dag getur kaupandi og seljandi fisks verið einn og sami aðilinn sem í krafti einokunaraðstöðu sinnar ákveður verðið í eigin viðskiptum og lækkar þar með laun sjómanna. Að mati þingsins getur þetta verðmyndunarkerfi ekki gengið lengur og því nauðsynlegt að setja reglur sem skylda útgerðina til að selja allan afla, sem fer til vinnslu innanlands, á uppboðsmarkaði fyrir sjávarfang.
28. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði veiðiskylda aukin verulega eða frjálst framsal aflamarks afnumið. Samhliða verði sett lög um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu.
28. þing Sjómannasambands Íslands leggur til við stjórnvöld að ýmsar ívilnanir í lögunum um stjórn fiskveiða verði afnumdar, svo sem línuívilnun, VS afli og byggðakvóti.
28. þing Sjómannasambands Íslands hvetur stjórnvöld til að auka verulega framlög til Hafrannsóknastofnunarinnar. Fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á umhverfi hafsins á norðurslóðum á næstu árum og áratugum. Vegna mikilvægis sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslendinga er því nauðsynlegt að efla haf- og fiskirannsóknir umhverfis landið og kanna áhrif umhverfisbreytinganna á fiskistofna við Ísland
28. þing Sjómannasambands Íslands hvetur áhafnir skipa og stjórnendur útgerða til að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð eins og lög og reglur mæla fyrir um.
28. þing Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir til að gera átak í starfsmenntun sjómanna í samstarfi við Sjómennt og stéttarfélög sjómanna. Jafnframt hvetur þingið útgerðir til að styðja við menntun sjómanna með því að greiða gjald í starfsmenntunarsjóð eins og aðrir atvinnurekendur.
28. þing Sjómannasambands Íslands beinir þeim tilmælum til Slysavarnarskóla sjómanna að taka upp samstarf við slysavarnardeildir, slökkvilið og stéttarfélög sjómanna víðs vegar um landið um að koma á endurmenntunarnámskeiðum í heimabyggð. Jafnframt þakkar þingið Slysavarnarskóla sjómanna fyrir frábært starf að slysavörnum og hvetur jafnframt til áframhaldandi árvekni í þessum málaflokki.
28. þing Sjómannasambands Íslands mótmælir harðlega þeirri tilhneigingu sumra útgerðarmanna að fækka í áhöfn á kostnað öryggis skipverja.
28. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld tryggi Landhelgisgæslu Íslands nægt rekstrarfé á hverjum tíma. Sérstaklega á þetta við um rekstur þyrlusveitarinnar. Lífsspursmál er fyrir íslensku þjóðina að þyrlur séu til staðar þegar slys eða veikindi ber að höndum eins og dæmin sanna.
28. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld samræmi reglur um vinnuaðstöðu sjómanna til jafns við reglur um vinnustaði í landi, t.d. um loft- og neysluvatnsgæði og hávaða á vinnustað.
28. þing Sjómannasambands Íslands skorar á innanríkisráðherra að hefja nú þegar útgáfu á nýjum persónuskilríkjum (sjóferðarbókum) fyrir sjómenn í samræmi við samþykktir ILO.Dæmi eru um að íslenskum sjómönnum hafi verið synjað um landgönguleyfi erlendis vegna þess að rétt skírteini eru ekki fyrir hendi.
28. þing Sjómannasambands Íslands fagnar því að tekist hafi að gera kjarasamning milli samtaka sjómanna og Landssambands smábátaeigenda þannig að lágmarkskjör séu nú í gildi fyrir smábátasjómenn.