Hækkun fæðispeninga

Eins og segir í kjarasamningi milli SSÍ og LÍÚ, gr. 1.03., skulu fæðispeningar endurskoðaðir árlega þann 1. júní miðað við matvörulið vísitölu neysluverðs sem birt er af Hagstofu Íslands í maí ár hvert.

Vísitala matvöruliðar neysluvísitölunnar var 188,19 stig í maí 2011 en var komin í 200,64 stig í maí 2012. Hækkunin er 6,62%. Samkvæmt framansögðu hækka því fæðispeningar til sjómanna um 6,62% frá 1. júní 2012.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00