Ályktun um þyrlumál.

Verði ekkert að gert strax varðandi þyrlukost Landhelgisgæslunnar er hætt við að hættuástand skapist fljótlega. Landhelgisgæslan á eina þyrlu og er með aðra til leigu til ársins 2014. Um næstu áramót fer önnur þyrlan í 3ja mánaða skoðun og verður þá aðeins ein þyrla tiltæk. Megin verkefni þyrlanna er að annast leit og björgun, en einnig sinna þær brýnum sjúkraflutningum og öðrum öryggistengdum verkefnum. Á 17 ára tímabili frá 1994 – 2010 hefur alls 1513 einstaklingum verið bjargað með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þar af voru bjarganir á sjó alls 361 og um helmingur þeirra utan 20 sjómílna. Í um 71% tilvika er talið að notkun björgunarþyrlu hafi skipt sköpum við björgunina. Það er því lífsspursmál fyrir sjómenn að alltaf séu tiltækar þyrlur til björgunar þegar óhöpp verða.

Formannafundur SSÍ haldinn í Stykkishólmi dagana 21. og 22. okt. 2011 skorar því á innanríkisráðherra að tryggja að Landhelgisgæslan fái nú þegar a.m.k. tvær stórar þyrlur til viðbótar núverandi þyrluflota sínum til að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki við eftirlits og björgunarstörf.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00