Samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hækkar viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski í viðskipum skyldra aðila um 7% frá og með 1. apríl 2010. Viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila hækkar um 10% frá sama tíma.