Ufsaaflinn stóð nokkurn veginn í stað á milli ára og nam tæpum 6.000 tonnum og tæp 6.000 tonn veiddust einnig af karfa, sem er um tæplega 5.000 tonnum minni afli en í október 2008.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 26.000 tonnum sem er um helmingi minni afli en í október 2008. Skýrist sú breyting nær alfarið af minni síldarafla.
Flatfiskaflinn var skipaður og í október í fyrra en skel- og krabbadýraafli nam 543 tonnum samanborið við um 749 tonna afla í október 2008.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 3,2% minni en í október 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.
Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2007.