Á fjölmennum aðalfundi Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur sem haldinn var á Sjómannastöfunni Vör í gærkvöldi , kom fram mikil samstaða félagsmanna.
Einar Hannes Harðarson formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og rakti gang mála á viðburðar ríku 60. ára afmælisári félagsins.
Sigurður Sverrir Guðmundsson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og bar undir fundarmenn til samþykktar og voru þeir samþykktir einróma, gjaldkeri færði rök fyrir tillögu um hækkun á þaki félagsgjalda og samþykkti fundurinn að hækka þakið í 70.þús.
Ekkert framboð til stjórnar hafði borist á framboðstímabili sem auglýst var , því var stjórn og aðrar nefndir á vegum félagsins samþykktar einróma.
Undir liðnum önnur mál: samþykkti fundurinn ályktun svo hljóðandi ; ,,Aðalfundur Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur harmar þann niðurskurð í fjárlögum ársins 2017 til Landhelgisgæslunar og telur að niðurskurður bitni á öryggi sjómanna“
Einar Hannes formaður fór yfir stöðuna í kjarabaráttu okkar og fékk fullt umboð félagsmanna til þess að hvika hvergi í kröfum.
Einnig var samþykkt tillaga stjórnar SVG að Í Karphúsið mæti 6 manna nefnd skipuð stjórn og formanni kjörnefndar , svo og að kynna samning á félagsfundi áður en að skrifað er undir.
Formaður kynnti félagsmönnum hvernig staðið verður að greiðslum úr verkfallsjóði , en fyrsti dagur til bóta er 2.jan og miðað er við það að fyrsta greiðsla fari fram 16.jan
viðmiðið er kauptrygging 58.500pr viku .
Á heimasíðu félagsins svg.is er að finna á forsíðu hnapp ,,Verkfallsjóður“ þar geta félagsmenn skráð umsókn og sent á verkfallsjóð.