Morð við kirkjugarðshliðið á Stað í Grindavík

Maður var veginn að Stað í Grindavík haustið 1587.Vegendur voru tveir,og hefur annar þerra,Björn Sturluson,smiður á Þórkötlustöðum,verið dæmdur útlægur,nema konungur geri þar miskunn á.Þetta gerðist með þeim hætti,að maður nokkur,Ingimundur Hákonarson,kom inn í kirkjuna,þar sem Helgi Úlfhéðinsson var einn með prestinum á Stað,og manaði hann að koma út.Þreif Ingimundur síðan korða sinn,er hann geymdi við kirkjugarðshliðið,og hjó til Helga þrjú högg.Helgi náði þó af honum korðanum og hjó í höfuð hans,svo að hann seig á hnén.Tengdasonur Helga,Björn Sturluson,kom þá innan úr bænum og veitti Ingimundi fleiri sár.Hann lifði síðan tvær nætur eða þrjár,en Helgi var mjög örkumlaður,og var þýskur bartskeri sóttur til að gera að sárum hans.Samningar hafa tekistum vígabætur við erfingja Ingimundar.Helgi var sýknaður með dómi,þótt hann lýsti víginu á hendur sér,en sök felld á Björn.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00